Ritver Menntaskólans á Akureyri

Á þessari síðu er haldið til haga ýmsu efni fyrir nemendur og kennara er varðar textasmíði. Þarna er vísað í Ritver MA,  leiðbeiningar hjá Ritveri Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og upplýsingar um heimildaskráningu og forritið Zotero hjá Bókasafns- og upplýsingaþjónustu Háskólans í Reykjavík. 

Ritver MA

Ritver MA býður nemendum upp á stuðning við hvers konar fræðileg skrif þar sem nemendur fá persónulega ráðgjöf með verkefni í smíðum. Þeir geta fengið stuðning og góð ráð um ýmislegt sem snýr að skrifum eins og hugmyndavinnu, skipulagi, frágangi og heimildavinnu.

Nemendur geta bókað tíma með því að senda tölvupóst á bokasafn@ma.is en þeir geta einnig komið við á bókasafninu. Nemendur geta einnig komið nokkur saman í Ritverið og hópar geta líka fengið hjálp við hópverkefni.

Hvar erum við?

Ritverið er staðsett innst á bókasafni Menntaskólans á Akureyri

Opnunartímar:  

10:00-15:00 virka daga.

APA 7 

Dæmasafn MA - stutta útgáfan

Dæmasafn MA - ítarlegri útgáfa

 

Ritver Menntavísindasviðs HÍ

Zotero og APA kerfið - Háskólinn í Reykjavík

Orðabækur á neti