Úlfhildur Embla, Jóhanna Margrét og Álfrún Freyja
Úlfhildur Embla, Jóhanna Margrét og Álfrún Freyja

Í mars var haldin Frönskukeppni grunn- og framhaldsskóla á Íslandi. Þema keppninnar í ár var „J‘aime…“ (Ég elska…) og áttu nemendur að senda inn 3-5 mínútna myndband sem tengdist þemanu á einhvern átt. Keppnin var samstarfsverkefni Félags frönskukennara á Íslandi (sem fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir), Sendiráðs Frakklands á Íslandi og Alliance française á Íslandi.

Þrír nemendur úr 2.A voru í 3. sæti í framhaldsskólakeppninni og óskum við þeim Álfrúnu Huldu Bergþórsdóttur, Jóhönnu Margréti Einarsdóttur og Úlfhildi Emblu Klemenzdóttur innilega til hamingju með árangurinn.