- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Á kennarafundi á föstudag tilkynnti skólameistari að færslu skólaásins, sem áður hafði verið boðuð, yrði frestað. Skóli verður því settur undir miðjan september á hausti komanda, líkt og á yfirstandandi skólaári.
Tekin var ákvörðun um þetta á skólanefndarfundi í síðustu viku því mennta- og menningarmálaráðuneytið náði ekki að fjármagna breytingarnar. Skólameistari benti jafnframt á að vegna þessa yrði að slá á frest mikilvægum þáttum í samstarfi framhaldsskólanna á Norðurlandi eystra.
Unnið er að því að endurgera almanak skólaársins og á næstu dögum verður unnt að segja nánar til um skólasetningardag.