Jafnrétti fyrir öll!
Jafnrétti fyrir öll!

Þessa dagana stendur yfir jafnréttisvika í MA. Hinsegin félag nemenda er með fræðslu í öllum bekkjum á 1. ári, femínistafélagið FemMA var með umræðukvöld, ýmislegt er gert á samfélagsmiðlum til að minna á þau félög í skólanum sem vinna hvað mest að jafnrétti, PrideMA og FemMA, að ógleymdu jafnréttisráði skólans.

Kvosin er skreytt í öllum regnbogans litum til að minna á fjölbreytileikann, hinsegin fáninn er dreginn að húni alla vikuna og gleðidagar hafa verið haldnir í vikunni til að gleðja nemendur og minna á jafnréttisvikuna. Allar vikur eiga auðvitað að vera jafnréttisvikur en jafnrétti er sérstaklega í brennidepli núna.

Á myndunum sem fylgja má sjá fólkið í jafnréttisráði, en allar upplýsingar um ráðið og jafnréttisstefnu skólans má finna hér: https://www.ma.is/is/skolinn/syn-stefnur-og-mat/jafnrettisstefna-ma

 

 jafnretti24jafnretti2jafnretti3jafnretti4