FORMA
3. fundur skólaárið 2017-18, haldinn í Menntaskólanum, Meistarastofu.

8. febrúar 2018 kl. 17:00
Mættir: Þórleifur, Heimir, Ásgrímur, Ragnheiður, Gunnar og Inda

1)    Farið yfir einkunnir haustannar. Meðaleinkunn í 1. bekk hærri en í fyrra og aðeins 4 nemendur sem hættu eftir haustönn. Skólasókn almennt hefur dalað og hugsanleg ástæða þess eru utanlandsferðir á skólatíma. Ræddum um óeðlilegt fall í stærðfræði á 2. ári á raungreinasviði.

2)    Inda sagði frá fundi í skólaráði sem var á fimmtudaginn s.l. Á dagskrá var: fjármál skólans, skóladagatal næsta skólaárs og útskrift 2019 þegar tveir árgangar munu útskrifast.

3)    Fyrirspurn um notkun á forritum sem kennarar nota. Sumt í Moodle, annað í One-note. Væri einfaldara ef allt væri í því sama en kennarar eru að prófa sig áfram og vonandi verður allt komið í sama „tölvupakkann“ áður en langt um líður!

4)    Heimir sagði frá fundi með nemendum varðandi útskrift o.fl. að vori 2019 þegar tveir árgangar munu útskrifast. Árshátíð, dimmetering, skólaferðalag… allt þetta sem telst til siða og venja skólans. Stefnt er að því að leysa þessi mál farsællega og er nefnd að störfum sem í eru kennarar og nemendur.

Önnur mál.

5)    Umræða var um einn bekk á fyrsta ári þar sem bekkjarandinn er ekki nógu góður. Þar er oft lítill vinnufriður, hvatning lítil meðal nemenda o.fl. Heimir þekkir til bekkjarins og verið er að vinna í málum bekkjarandans meðal kennara, námsráðgjafa og stjórnenda.

Ekki voru fleiri mál á dagskrá

Næsti fundur 8. mars kl. 17.00.

Fundi slitið kl. 18.00

Inda

Foreldrafélagið lýsir yfir áhyggjum af því að fall í stærðfræðiáföngum á 2. ári er mikið. Er eðlilegt að fall sé 42% hjá árgangi sem stóð sig nokkuð vel í fyrra? Er þessi stærðfræði sem mikið byggir á utanbókalærdómi sannana og skilgreininga þörf í þeirri mynd sem hún er nú kennd eða er hægt að bæta kennslu/sýna nemendum inngang að þessum hluta stærðfræðinnar þannig að hann verði skiljanlegur?