- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Auðunn Skúta Snæbjarnarson stúdent frá MA 2010, nú nemi við Raunvísindadeild HÍ, hlaut á dögunum styrk til doktorsnáms frá Rannsóknasjóði Háskóla Íslands. Styrkinn hlýtur hann til rannsókna í tvinnfallagreiningu með áherslu á Cauchy-Riemann-jöfnur (á ensku: Research in Complex Analysis with Emphasis on Cauchy-Riemann equations). Leiðbeinandi hans er Ragnar Sigurðsson, prófessor við Raunvísindadeild.
Nánari útskýring á viðfangsefninu er þessi: Stærðfræðileg líkön í eðlisfræði byggja oft á lausnum á hlutafleiðujöfnum. Þannig eru bylgjur á vatni, hljóðbylgjur, rafsegulbylgjur, þyngdarmætti, hitastig og vindstyrkur allt stærðir sem túlkaðar eru sem lausnir á slíkum jöfnum. Hlutafleiðujöfnur hafa einnig mikilvægu hlutverki að gegna í hreinni stærðfræði því margir flokkar af föllum sem stærðfræðingar rannsaka eru lausnir á hlutafleiðujöfnum. Þetta á við um fáguð föll, en þau eru lausnir Cauchy-Riemann-jöfnuhneppisins, og þýð föll sem eru lausn Laplace-jöfnunnar og Monge-Ampere-jöfnunnar. Í þessu verkefni verður tilvistarfræði Hörmanders fyrir Cauchy-Riemann-jöfnurnar notuð til þess að smíða (konstrúera) fáguð föll sem aftur eru hagnýtt í ýmsum verkefnum, til dæmis í nálgunarfræðum.
MA óskar Auðuni velfarnaðar í námi, rannsóknum og störfum.