- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur, sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra örðugleika, nemendur með leshömlun, talnablindu, langveikir nemendur, nemendur með heilsutengdar sérþarfir og nemendur með fötlun, eiga rétt á sérstökum stuðningi í námi í samræmi við metnar sérþarfir. Nemendur með fötlun skulu stunda nám við hlið annarra nemenda eftir því sem kostur er (sbr. aðalnámskrá framhaldsskóla 2011).
Nemendur með sérþarfir eiga rétt á að sækja um sérúrræði á prófum og verkefnum. Sækja þarf sérstaklega um sérúrræði hjá náms- og starfsráðgjafa og skila greiningu eða læknisvottorði með umsókninni. Sérúrræði í prófum eða verkefnum eru einstaklingsmiðuð, t.d. lituð blöð, upplestur á prófum o.s.frv.
Umsókn um sérúrræði í prófum þarf að berast eigi síðar en 1. desember fyrir haustönn og 1. maí fyrir vorönn.
Mikilvægt er að nemendur ræði við kennara í byrjun annar og láti vita ef taka þarf sérstaklega tillit til þeirra vegna námsmats.