- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Merki skólans var hannað af Dagnýju Reykjalín árið 2012. Það leysir af hólmi tvö gömul merki skólans, annars vegar ugluna, sem á sér langa sögu sem merki skólans og nemenda, einhver elstu dæmi um ugluna sem húfumerki eru rakin til Guðbrandar Magnússonar, sem varð gagnfræðingur frá skólanum 1928. Hitt merkið er teikning af Gamla skóla, sem Gísli B. Björnsson gerði að beiðni Tryggva Gíslasonar skólameistara 1972.
Dagný Reykjalín, sem er grafískur hönnuður á Blek hönnunarstofu og stúdent frá MA 1998, segir um merkið:
"Merki skólans er myndtákn af vakandi uglu með útbreiddan væng. Uglan er tákn visku og vísdóms. Form merkisins er einnig skírskotun í skammstöfun á heiti skólans, M.A. Einnig er hægt að sjá í því opna bók og opnar dyr. Merkið er skýrt í einum lit hvort sem er dökkt eða ljóst á dökkum grunni, en getur tekið með sér hinn grágræna tón sem má finna víða í Gamla skóla. Merkið getur staðið eitt og sér en yfirleitt er það uppsett með heiti skólans sett í ákveðna leturgerð og er til í nokkrum útgáfum sem eru sýndar og útskýrðar í þessu hefti.
Mikilvægt er að þeir sem vinni með merkið bæði innan húss og utan fari eftir þeim stöðlum sem settir hafa verið í þessu hefti þannig að þau markmið sem lagt hefur verið upp með haldist."
Hér fyrir neðan eru myndir sem nemendur og starfsfólk skólans geta notað við vinnu sína. Þær eru í lítilli upplausn og þola því ekki mikla stækkun né eru nothæfar til prentunar. Þeir sem þurfa að fá prentvæna útgáfu af merkjunum snúi sér til þjónustustjóra í upplýsingatækni eða skrifstofu skólans.