Allir nemendur fá 25 blaðsíðna prentinneign í upphafi hvers skólaárs. Þegar blaðsíðurnar eru uppurnar má kaupa inneign í afgreiðslu skólans og á bókasafni. Prentun fer þannig fram að nemendur senda tilbúið PDF-skjal upp á sérstakan prentþjón, http://prentun.ma.is og geta þar valið um hvaða prentara skuli nota. 

Aðeins er hægt að prenta út .PDF skjöl (ekki t.d. word skjöl) því þarf að byrja á því að vista skjalið sem .PDF fyrir prentun.

Í flestum forritum er það gert með því að fara í File og Save as (eða Save a Copy) og þar þarf að velja File týpu sem PDF en ekki Word Document. Munið hvar þið vistið skjalið.

Næst er það prentunin sjálf

1. Fara inn á heimasíðuna prentun.ma.is

2. Skrá inn með notendanafni (ekki með @ma.is fyrir aftan) og lykilorðinu ykkar.

Þarna sjái þið hversu margar blaðsíður þið eigið, ef það klárast er hægt að tala við afgreiðslu og kaupa fleiri.

3. Fara í Web Print sem er neðst í listanum til vinstri

4. Smella á Submit a Job takkann.

Þá kemur listi yfir alla prentara og prentmöguleika í þeim (t.d. Bókasafn – Svarthvítt – aðeins framan á, þá prentast út í stóra prentaranum á bókasafninu í svart hvítu og öðru megin á blöðunum).

ATH Það kostar meira að prenta í lit.

5. Velja prentara og fara neðst á síðuna til að smella á takkann Print Option and Account Selection.

6. Ef þú vilt aðeins 1 afrit af því sem þú prentar velur þú að fara áfram með takkanum Upload a Document.

7. Smella á Upload from computer. Finna skjalið sem þú vistaðir áðan sem .PDF

8. Smella á Upload and Complete.

Þegar það stendur Finished á blaðið að vera komið í prentarann.