- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Innritun nýrra nemenda fer fram með rafrænum hætti á menntagatt.is. Vakin er athygli á því að umsækjendur sem stefna á náttúrufræðibraut, raungreinabraut og heilbrigðisbraut velja allir náttúrufræðibraut í innritun. Þeir velja sér brautir eftir 1. bekk.
Almenn inntökuskilyrði eru að nemendur hafi hlotið B eða hærra í ensku, íslensku og stærðfræði á grunnskólaprófi. Ef fleiri sækja um skólann en hægt er að innrita áskilur skólinn sér rétt til að velja þá nemendur sem hann telur hafa bestan undirbúning hverju sinni. Nánar er kveðið á um inntökuskilyrði í skólanámskrá.
Nánari ákvæði um inntökuskilyrði í skólann:
Nemendur með C+ og C í skólaeinkunn úr 10. bekk geta sótt um skólavist og verða umsóknir þeirra skoðaðar sérstaklega. Í þeim tilfellum áskilur skólinn sér rétt til að taka einnig mið af einkunnum í öðrum greinum.
Til að nemendur geti innritast í áfanga á öðru þrepi í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku þurfa þeir að hafa fengið B eða hærra í skólaeinkunn. Ef nemandi sem hefur fengið C+ eða C í einhverri námsgrein fær inngöngu í skólann þarf hann að taka áfanga á 1. þrepi í viðkomandi grein áður en hann fer í áfanga á 2. þrepi. Nemendur í þessari stöðu, og forráðamenn þeirra, þurfa að ráðfæra sig við brautastjóra um útfærslu á þessu ákvæði inntökuskilyrða.
Nemendur með C+ eða C í stærðfræði geta sótt um að innritast á félagsgreinabraut og mála- og menningarbraut og gerir skipulag þeirra brauta ráð fyrir að nemendur geti tekið áfanga á 1. þrepi í stærðfræði.
Hafa þarf í huga að þó að danska sé ekki tilgreind í inntökuskilyrðum skólans gildir hið sama um hana, þ.e. að til að nemendur geti hafið nám á öðru þrepi í dönsku þurfa þeir að hafa fengið B eða hærra í skólaeinkunn. Þar sem dönskunám nemenda í MA hefst ekki fyrr en ýmist á öðru eða þriðja ári hafa nemendur sem hafa fengið C+ eða C í dönsku í grunnskóla tækifæri til að taka dönskuáfanga á 1. þrepi áður en þeir fara í dönsku á 2. þrepi. Boðið verður upp á dreifnámsáfanga á 1. þrepi í MA og einnig geta nemendur tekið 1. þreps áfanga í fjarnámi í öðrum skólum.