- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Til fyrirmyndar
Stefna Menntaskólans á Akureyri, MA er að vera til fyrirmyndar í umhverfis- og loftslagsmálum. MA fylgir lögum og reglum er snúa að fyrrgreindum málum og tekur loftslagsstefna skólans mið af stefnu og aðgerðaáætlun stjórnvalda í þeim efnum.
MA tekur þátt í Grænfánastarfi sem er alþjóðlegt umhverfismenntunarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. MA tekur líka þátt í Grænum skrefum í ríkisrekstri en verkefnið er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna.
Loftslagsstefna skólans er viðbót við umhverfisstefnu skólans sem tekur mið af skuldbindingum íslenskra stjórnvalda gagnvart Parísarsamkomulaginu og nær til allrar starfsemi skólans; orkunotkunar, úrgangslosunar og umhverfisfræðslu. MA tekur þannig þátt í baráttunni við loftslagsbreytingar og leggur sitt af mörkum til að markmiðum Parísarsamkomulagsins verði náð.
Aðgerðir
Úrbætur í starfsemi skólans skulu taka mið af því að minnka umhverfisáhrif. Auðlinda- og efnanotkun skal haldið í lágmarki, draga skal úr mengun og úrgangi eins og kostur er og stuðla að endurnýtingu og endurvinnslu.
MA byggir innkaup sín á stefnu ríkisins um vistvæn innkaup.
Umhverfismerktar vörur og þjónusta eru valdar umfram aðrar. Ef vörur og þjónusta eru sambærilegar skal velja þann kost sem er umhverfisvænni. Ræstivörur eru merktar með viðurkenndu umhverfismerki og farið er sparlega með efnin.
Framtíðarsýn
Árið 2030 er Menntaskólinn á Akureyri til fyrirmyndar í umhverfis- og loftslagsmálum og hefur dregið úr losun koldíoxíðs um 40% frá árinu 2019. MA kolefnisjafnar alla losun sem enn á sér stað og hefur verið kolefnishlutlaust frá árinu 2021.
Endurskoðun
Stefnan skal endurskoðuð árlega og markmið uppfærð með tilliti til árangurs og þróunar í losun gróðurhúsalofttegunda á milli ára. Skólinn skilar árlega grænu bókhaldi til Umhverfisstofnunar.
Ábyrgð á framkvæmd stefnunnar
Starfsmenn skólans framfylgja stefnunni og hafa hana að leiðarljósi í störfum sínum. Ábyrgð á framkvæmd stefnunnar er á höndum skólameistara.