- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Prófkvíði er tilfinning sem fylgir hræðslu við að mistakast þar sem próf eða mat fer fram. Einstaklingurinn verður hræddur við að gera mistök og prófaðstæður verða ógnandi í huga hans. Þessi hræðsla við að mistakast getur heft próflestur og próftöku hjá viðkomandi.
Prófkvíðaeinkenni geta komið fram bæði í hegðun og hugsun einstaklings. Líkamleg einkenni geta til dæmis verið hraður hjartsláttur, sviti, óþægindi í maga, vöðvaspenna og svefntruflanir. Hugsunin einkennist af niðurrifshugsunum eins og til dæmis ég er fallinn, hinir kunna miklu meira en ég o.s.frv.
Hægt er að leita til námsráðgjafa skólans vegna prófkvíða og einnig eru haldin prófkvíðanámskeið bæði á haust og vorönn.