Menntaskólinn á Akureyri leggur metnað sinn í að tryggja öllu starfsfólki jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, þannig að launamunur sé ekki til staðar. Skólinn greiðir laun samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélaga og í samræmi við kröfur sem starfið gerir um hæfni, ábyrgð og álag. Laun starfsfólks  eru enn fremur ákveðin með hliðsjón af stofnanasamningum við viðkomandi stéttarfélög. Umfang jafnlaunastefnunnar tekur til allra starfsmanna Menntaskólans á Akureyri.

Markmið Menntaskólans á Akureyri er að vera eftirsóttur vinnustaður þar sem starfsfólk, óháð kyni, hefur jöfn tækifæri í starfi.

Samkomulag hefur verið gert við vottunaraðila um að gera árlega úttekt á jafnlaunastefnu og kerfi Menntaskólans á Akureyri. 

Menntaskólinn á Akureyri hefur skjalfest, innleitt, og heitir að viðhalda og bæta stöðugt stjórnun jafnlaunakerfis í samræmi við kröfur ÍST85:2012 staðalsins. Markmið jafnlaunakerfisins er að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að kynbundinn mismunur eigi sér stað.

Menntaskólinn á Akureyri hefur í þessu samhengi innleitt verklag og skilgreint viðmið við ákvörðun launa þar sem hver og einn fær greitt fyrir starf sitt út frá verðmæti þess óháð kyni eða öðrum ómálefnalegum ástæðum. Menntaskólinn á Akureyri skuldbindur sig til að framfylgja jafnlaunastefnunni í hvívetna.

Á grunni nýs lagaramma skuldbindur Menntaskólinn á Akureyri sig til að:

  • Innleiða vottað jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85, það verði skjalfest og því viðhaldið.
  • Framkvæma launagreiningu a.m.k. einu sinni á ári þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og athugað hvort mælist munur á launum eftir kyni og kynna helstu niðurstöður fyrir starfsfólki.
  • Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
  • Gera innri úttekt og halda rýni stjórnenda árlega.
  • Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma skv. lögum 150/2020 og reglugerð 1030/2017.
  • Kynna stefnuna árlega fyrir starfsfólki Menntaskólans á Akureyri. Stefnan skal einnig vera almenningi aðgengileg á heimasíðu Menntaskólans á Akureyri.