- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Allir nemendur skólans eiga að taka þátt í íþróttum og bera ábyrgð á heilsu sinni undir handleiðslu íþróttakennara. Að lágmarki skulu nemendur ljúka 7 einingum í íþróttum.
Þeir nemendur sem af einhverjum ástæðum geta ekki tekið þátt í íþróttatímum verða að ræða við íþróttakennara sinn sem ákveður hvernig bregðast skuli við. Ekki er tekið við vottorðum nema í sérstökum tilvikum. Reynt verður að finna eitthvað við allra hæfi.
Eyðublað fyrir umsókn um aukaeiningu eða undanþágu frá verklegum íþróttatímum
Nemendur sem hafa keppt/keppa fyrir landslið Íslands (yngri og eldri flokka landslið) geta sótt um að fá landsliðsverkefni metin sem valgrein. Hver eining felur í sér 18-24 klst. vinnu. Aðeins er hægt að sækja um mat á verkefnum á viðkomandi skólaári. Hámarksfjöldi eininga sem er hægt að fá metnar er 5 einingar.
Með umsókn þarf að skila eftirfarandi gögnum:
Umsókn skal skilað til brautastjóra sem metur umsóknina í samvinnu við íþróttakennara.
Eyðublað fyrir umsókn um mat á landsliðsverkefni sem valgrein