Safe Exam Browser er öryggisvafri sem þarf að setja upp áður en slíkt próf er tekið í fyrsta skiptið. 

  1. Á meðan þú ert að taka prófið er bara hægt að vera í því og ekki hægt að opna neitt annað á meðan.
  2. Passið að hafa MA-lykilorðið ykkar við höndina þegar þið takið prófið. Ef þið eruð búin að gleyma því getið þið farið inn á lykilord.menntasky.is og valið ykkur nýtt lykilorð.

 

Hvernig á að ná í Safe Exam Browser?

Passaðu að velja rétta skrá, s.s. fyrir það stýrikerfi sem þú ert með. Tvennt kemur til greina:  Windows eða macOS (Apple)

Safe Exam Browser fyrir Windows

Safe Exam Browser fyrir macOS

Það getur tekið nokkra stund að sækja forritið og setja það upp á vélina og því er betra að gera þetta með góðum fyrirvara, jafnvel daginn áður en prófið er tekið.

 

Fyrir Windows tölvur (flettið neðar fyrir macOS):

Næsta skref er að keyra forritið inn á vélina. Þú þarft að merkja við liðinn „I agree to the license terms and conditions“ og smella á hnappinn „Install“ og uppsetning fer í gang. Að uppsetningu lokinni smellir þú á hnappinn „Close“.

Þú getur gengið úr skugga um að forritið sé komið inn á vélina með því að opna Windows hnappinn og skrifað „Safe Exam Browser“ í leitargluggann.

Þegar þú ert búinn að setja forritið upp á vélina þá er það á vélinni næst þegar þú tekur próf í læstum vafra. Safe Exam Browser opnast sjálfkrafa þegar prófið sem á að taka er opnað. (Athugið að þegar próf er tekið á SEB er það alltaf opnað í gegnum skrá undir Námsefni á Canvas en ekki með því að opna SEB beint í tölvunni). Þegar þú ætlar að taka próf þá opnar þú skrána sem er Námsefni á Canvas (endar á .seb).

Ákveðið ferli fer í gang þegar Safe Exam Browser ræsist upp.

Þú þarft að skrá þig inn í prófið með lykilorði fyrir prófið (kennari gefur það upp) og MA-netfangi og lykilorði, passaðu að vera með lykilorðið á hreinu þegar þú mætir í prófið. 

Nú ætti prófið að opnast eftir að þú hefur valið að setja það í gang.

Neðst á skjánum getur þú séð að SEB forritið er opið. Vinstra megin sérðu táknið á forritinu og hægra megin er hnappur til að loka SEB að prófi loknu. Kennari gefur upp lykilorð til að loka SEB.

 

Fyrir macOS (Apple):

 Þegar skráin er búin að hlaðast niður er hún opnuð og þegar þessi gluggi birtist þarf að draga merkið fyrir SEB til hægri í möppuna.

seb mac install

Að því loknu birtist þessi gluggi og þá þar þarf að smella á open.

seb mac open

Þegar þú ert búinn að setja forritið upp á vélina þá er það á vélinni næst þegar þú tekur próf í læstum vafra. Safe Exam Browser opnast sjálfkrafa þegar prófið sem á að taka er opnað. (Athugið að þegar próf er tekið á SEB er það alltaf opnað í gegnum skrá undir Námsefni á Canvas en ekki með því að opna SEB beint í tölvunni). Þegar þú ætlar að taka próf þá opnar þú skrána sem er Námsefni á Canvas (endar á .seb).

Ákveðið ferli fer í gang þegar Safe Exam Browser ræsist upp.

Þú þarft að skrá þig inn í prófið með lykilorði fyrir prófið (kennari gefur það upp) og MA-netfangi og lykilorði, passaðu að vera með lykilorðið á hreinu þegar þú mætir í prófið. 

Nú ætti prófið að opnast eftir að þú hefur valið að setja það í gang.

Neðst á skjánum getur þú séð að SEB forritið er opið. Vinstra megin sérðu táknið á forritinu og hægra megin er hnappur til að loka SEB að prófi loknu. Kennari gefur upp lykilorð til að loka SEB.