Brautastjórar hafa yfirumsjón með skráningu nemenda í áfanga. Um leið og nemandi skráir sig í áfanga/námsbraut samþykkir hann þá tilhögun námsmats sem fylgir og birt er í kennsluáætlun áfangans.
Skólinn auglýsir frest til breytinga á skráningu í áfanga í byrjun annar.
Reglur um val:
- Sú almenna regla gildir að nemendur eiga að standa við val sitt.
- Í undantekningartilvikum geta nemendur sótt um til brautastjóra að skipta um valgrein fyrstu viku annarinnar en þó er einungis tekið tillit til slíkra óska ef hópastærð þeirra valgreina sem um ræðir leyfir.
- Nemandi getur sagt sig úr valgrein áður en önnin hefst en aðeins ef hópastærð leyfir. Úrsagnir eru ekki heimilaðar eftir að önn er hafin. Ef nemandi mætir ekki í próf í valgrein sem hann er skráður í, telst hann fallinn í viðkomandi áfanga.
- Skólameistari getur veitt undanþágu frá þessum ákvæðum ef aðstæður nemenda breytast, t.d. vegna langvarandi veikinda, slysfara eða vegna dauðsfalls í fjölskyldunni.