- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Sjálfsmati hefur verið sinnt kerfisbundið við MA síðan 1997. Sjálfsmatsnefnd hefur yfirumsjón með þeim hluta sjálfsmats skólans sem telst formlegt og skipulagt en að auki má nefna að kennarar og annað starfsfólk hefur haft frumkvæði að ýmsu sjálfsmati einfaldlega vegna þess að það hefur haft til að bera eldmóð og áhuga á því að ná betri árangri í skólastarfinu. Nefndin gerir áætlun til þriggja ára og nákvæmari starfsáætlun fyrir eitt skólaár í senn. Hana skipa 4-5 starfsmenn (þar af a.m.k. einn stjórnandi) og er einn þeirra formaður nefndarinnar og sér um að boða fundi og stýra starfinu. Nefndin fundar vikulega á starfstíma skólans.
Matið er byggt á ýmsum könnunum og athugunum á starfi og markmiðum skólans. Áfangakannanir eru lagðar fyrir með þeim hætti að eitt ár eru kannaðir allir áfangar á haustönn í 1. og 2. bekk en allir áfangar í 3. og 4. bekk á vorönn og svo er röðinni víxlað næsta ár á eftir. Því er lögð fyrir áfangakönnun í hverjum áfanga annað hvert ár. Einnig er lagt mat á ýmsa aðra þætti skólastarfsins, s.s. aðbúnað, aðstöðu, líðan starfsfólks, bókasafn, námsráðgjöf, stjórnun, viðhorf foreldra og tölvumál. Reglulega eru umræðufundir og rýnihópar með nemendum og starfsfólki, sem kallað er Hlýtt á nemendur og Hlýtt á starfsfólk. Auk kannana eru valin viðfangsefni á hverju ári sem byggja á tölulegum gögnum, s.s. um brottfall og gengi nemenda. Tölfræðileg gögn eru einnig tekin saman í lok hverrar annar, annars vegar um einkunnir og fall í áföngum (sem sviðsstjórar taka saman) og hins vegar um skólasókn. Þessi gögn eru birt i skólaskýrslu.
Í skólasamningi eru eftirfarandi markmið sett fram: