- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Fyrir heilbrigðisbraut, náttúrufræðibraut og raungreina- og tæknibraut eru almenn inntökuskilyrði að nemendur hafi B eða hærra í ensku, íslensku og stærðfræði og C eða hærra í dönsku.
Fyrir félagsgreinabraut, mála- og menningarbraut og kjörnámsbraut eru almenn inntökuskilyrði að nemendur hafi B eða hærra í ensku og íslensku en C eða hærra í stærðfræði og dönsku. Þau sem hafa C eða C+ í dönsku eða stærðfræði taka áfanga á 1. þrepi í því fagi áður en þau geta tekið kjarnaáfangana, sem eru á 2. þrepi í báðum fögum.
Innritun fyrir haustönn fer fram á innritun.is, bæði fyrir nemendur úr grunnskólum og fyrir eldri nemendur sem vilja skipta um skóla.
Umsóknarfrestur fyrir haustönn er auglýstur á innritun.is en hann er sá sami fyrir alla framhaldsskóla. Umsóknarfrestur fyrir vorönn er 30. nóvember ár hvert. Umsóknum verður ekki svarað fyrr en eftir að umsóknarfrestur er liðinn.
Hægt er að fylgjast með stöðu umsóknarinnar á innritun.is.
Allir nýnemar fá að vita niðurstöðu sinnar umsóknar á sama tíma, í kringum 20. júní. Umsóknir eldri nema eru afgreiddar eftir að umsóknir nýnema hafa verið afgreiddar.
Já, það er vel mögulegt, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Það þarf að vera pláss fyrir fleiri nemendur á viðkomandi braut og bekk og svo þarftu að hafa lokið undanförunum fyrir næstu áfanga í ferli brautarinnar. Í einhverjum tilvikum er aðeins hægt að samþykkja umsókn þína inn á lægra námsár en það sem þú sóttir um.
Nemendur sem sækja um að koma inn á vorönn í 1. bekk ættu að hafa lokið eftirfarandi áföngum:
Nemendur sem sækja um að koma inn í 2. eða 3. bekk þurfa að hafa í huga að hafa lokið öllum áföngum sem eiga sér eftirfara á önninni sem sótt er um og að eiga ekki eftir fleiri en 2 áfanga af þeim sem eru á fyrri önnum samkvæmt ferli brautar sem sótt er um. Sjá ferla brauta. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á því að ljúka þeim áföngum sem vantar inn í feril brautarinnar, en MA áskilur sér rétt til að hafna umsóknum þar sem námsferlar samræmast ekki ferli umsóknarbrautar.
Já, í flestum tilvikum. Þeir áfangar sem teljast jafngildir áföngum í brautarkjarna eru metnir inn og þá þarftu ekki að sitja þá áfanga í MA. Þeir áfangar sem skarast ekki við áfanga í brautarkjarna eru metnir inn sem valgreinar. Áfangar sem skarast að hluta til við áfanga í brautarkjarna án þess að teljast jafngildir þeim eru ekki metnir inn. Áfangar sem metnir eru inn í MA eru skráðir á námsferla með sama áfangaheiti, þrepi, einingafjölda og einkunn og skráð var í upphaflegum skóla. Þeir eru merktir með stjörnu á stúdentsskírteini.
Já, en upplýsingar um greiningarnar þínar berast ekki sjálfkrafa milli skóla. Þú, eða forráðafólk þitt, þarft að skila greiningarskjölunum til skólans. Ýmis úrræði standa til boða, í samræmi við greininguna þína.
Þeir nemendur sem eru í tónlistarnámi á meðan þeir eru í MA fá það metið til eininga sem teljast til valgreina. Skila þarf gögnum um námið til skólans til að fá einingarnar skáðar. Ef þú ert í miklu tónlistarnámi þá uppfyllirðu mögulega skilyrðin til að útskrifast af kjörnámsbraut með áherslu á tónlist.
Nýnemar geta sent ósk um einn bekkjarfélaga á netfangið bekkir@ma.is. Óskin þarf að vera gagnkvæm til að tekið verði tillit til hennar.
Nei, nemendur geta almennt ekki skipt um bekk eftir að búið er að raða í bekkina. Reynsla okkar er sú að besti bekkjarandinn verði í þeim bekkjum þar sem nemendur þekkjast ekki of mikið áður.
Nei, umsóknin þín í MA er ekki sýnileg í skólanum sem þú ert í. Þú missir ekki plássið þitt þar nema þú segir upp skólavist.
Grunnskólaeinkunnir sendast sjálfkrafa til MA í gegnum innritun.is þegar umsóknin hefur verið skráð. Einnig hefur MA aðgang að námsferlum úr öðrum framhaldsskólum eftir að umsóknin hefur verið skráð. Einu einkunnirnar sem ekki berast sjálfkrafa eru einkunnir nemenda sem koma erlendis frá.
Rekstur Heimavistar MA og VMA er í höndum Lundar, sem er önnur stofnun en Menntaskólinn á Akureyri og því fara umsóknir um heimavist ekki til MA heldur beint til Lundar. Nánari upplýsingar um Heimavist MA og VMA má finna á heimavist.is.
Greiðsluseðill fyrir skólagjöldum er sendur í heimabanka lögráða nemenda eða á fyrsta skráða forráðamann ólögráða nemenda. Skólagjöldin samanstanda af þessum liðum og eru innheimt samkvæmt gjaldskrá MA:
Þau sem kjósa að greiða ekki valgjöld hafa samband við fjármálastjóra til að fá þau endurgreidd.
Nei, hraðlínan er ekki lengur í boði í MA. Þú getur sótt um skólann ef þú hefur náð lokamarkmiðum grunnskólans og ert að útskrifast þaðan. Þú sækir þá um skólann með sama hætti og þau sem eru að útskrifast úr 10. bekk.