- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Skipulögð vinnubrögð eru mikilvæg í námi. Margir nemendur hafa mikið að gera og tímaáætlanir auðvelda okkur að nýta tíma okkar sem best og koma skipulagi á það sem við erum að fást við. Í námi er einbeiting mikilvæg sem og virk hlustun, virkur lestur, hvernig við vinnum úr upplýsingum og einnig þættir eins og viðhorf til námsins, sjálfstraust, námsvenjur og fleira.
Boðið er upp á námskeið í námstækni. Námsráðgjafar leiðbeina nemendum með námstækni eins og glósutækni, lestrartækni, skipulagningu á tíma og fleira sem tengist markvissum vinnubrögðum.