Ljóðhús er ljóðasafn og fundaherbergi inn af Bókasafni MA.

Nafnið Ljóðhús er til komið vegna þess að þar er varðveitt mikið og glæsilegt ljóðasafn, sem hjónin Aðalbjörg Halldórsdóttir og Sigurður Guðmundsson vígslubiskup gáfu skólanum. Bækur þar eru ekki til útláns en eru finnanlegar í Gegni og til afnota í skólanum.

Ljóðhús er jafnframt fundaherbergi og vinnustofa, sem kennarar og nemendur geta fengið að nota. Panta þarf tíma í Ljóðhúsi á blaði sem liggur í afgreiðslu safnins.