- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Bókasafn skólans er í hjarta skólans á Hólum. Þar er geysimikið safn bókmennta- og fræðirita auk tímarita, sem nemendur hafa aðgang að, ýmist til lestrar á safninu eða til útlána. Meðal safngagna má nefna glæsilegt safn íslenskra ljóðabóka, gjöf vígslubiskupshjónanna Aðalbjargar Halldórsdóttur og sr. Sigurðar Guðmundssonar, en safnið er vistað í Ljóðhúsi, sem er jafnframt vinnu- og fundarherbergi á safninu.
Á bókasafninu er mjög góð vinnuaðstaða fyrir nemendur og mikið notuð. Alls eru sæti á safninu um 80 og oft er hvert sæti skipað.
Forstöðumaður Bókasafns MA er Brynhildur Ólöf Frímannsdóttir, bókasafns- og upplýsingatæknifræðingur (brynhildur@ma.is). Beinn sími 455-1560
Guðný Björg Bjarnadóttir, starfsmaður (gudny@ma.is) Beinn sími 455-1559
Auk þess vinna nemendur á safninu milli kl. 16-18 virka daga.
Bókasafnið er opnað klukkan 7.45 alla virka morgna.
Opið er til klukkan 16:05 mánudaga til fimmtudaga og til klukkan 15 á föstudögum.
bokasafn@ma.is