- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Á þessari mynd sést skólalóð MA og öll hús skólans.
Neðst á myndinni er Gamli skóli, reistur 1904. Þar eru skrifstofur skólastjórnenda og kennslustofur erlendra tungumála.
Á bak við Gamla skóla er íþróttahús MA, reist 1905, stundum kallað Fjósið, enda þótt það hafi frá upphafi verið leikfimishús.
Norðan (hægra megin) við ganginn sem liggur frá Gamla skóla að Möðruvöllum eru Hólar, hús sem tekið var í notkun 1996. Þar er aðalinngangur skólans og gengið að honum frá bílastæðinu sem sést efst á myndinni. Þar eru kennslustofur íslensku, sögu, félagsvísinda og jarðfræði. Þar er einnig bókasafn skólans og samkomusalurinn Kvosin.
Við hinn enda gangsins frá Gamla skóla eru Möðruvellir, teknir í notkun á höfuðdag 1969. Þar eru kennslustofur í raungreinum og upplýsingatækni og í suðurenda kjallarans er félagsaðstaða nemenda.
Efst á myndinni eru hús Heimavistar MA og VMA. Ljósari byggingin er Heimavist MA frá því um miðja 20. öld en háreistara húsið okkur nær er nýbygging Lundar, tekin í notkun 17. júní 2003.
Sunnan skólalóðar MA er Lystigarðurinn. Fram hjá Gamla skóla austanverðum liggur Eyrarlandsvegur. Með skólalóðinni norðanverðri er Hrafnagilsstræti en við vesturmörk skólalóðar er Þórunnarstræti.
Myndasmiður: Þórgnýr Dýrfjörð