Franska
Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Megináhersla er lögð á að kenna nemendum undirstöðuatriði tungumálsins og þeir æfðir í að hlusta, tala, lesa, og skrifa á frönsku. Mikil áhersla er lögð á að nemendur þjálfist í réttum framburði og er þeim þætti sinnt bæði með hlustun og talæfingum sem og útskýringum á hljóðkerfi frönskunnar. Farið verður í nokkur grunnatriði málfræðinnar og fer kennslan fram með hliðsjón af færnimarkmiðum áfangans.
Áhersla er lögð á uppbyggingu orðaforða sem tengist nemandanum og hans nánasta umhverfi. Auk kennslu í tungumálinu er varpað ljósi á þætti sem tengjast frönskumælandi þjóðum, franskri tungu og menningu, m.a. með tónlist og myndefni. Nemandi þjálfast strax frá byrjun í að taka ábyrgð á eigin námi, m.a. með sjálfstæðum vinnubrögðum og upplýsingaöflun.
Þekkingarviðmið
- þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná leikni- og hæfnimarkmiðum áfangans
- grunnatriðum fransks málkerfis: framburði, tónfalli, einfaldri setningaskipan og málfræði
- frönskumælandi löndum, sér í lagi frönskumælandi þjóða í Evrópu, og fengið innsýn í menningu og siði þjóðanna.
Leikniviðmið
- skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
- geta fylgt einföldum fyrirmælum og skilið helstu kveðjur og kurteisisávörp
- lesa einfalda texta sem innihalda algengan orðaforða sem tengist nemandanum, umhverfi hans og áhugamálum
- rita frönsku í mjög einföldu formi
- taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á og beita kurteisisvenjum og málsniði við hæfi
- segja á einfaldan hátt frá sjálfum sér, fjölskyldu sinni og athöfnum og atburðum daglegs lífs með því að beita orðaforða og framburði á sem réttastan hátt
- geta skrifað stuttan, einfaldan texta um sjálfan sig og sitt nánasta umhverfi, fyllt út einföld eyðublöð, skrifað póstkort o.fl.
Hæfnisviðmið
- greina einfaldar upplýsingar í mæltu máli
- skipuleggja nám og námsaðferðir við hæfi
- taka þátt í einföldum samræðum og nota mismunandi kveðjur og samskiptaform eftir aðstæðum
- vinna úr textum á mismunandi hátt eftir því hver tilgangur með lestrinum er hverju sinni
- segja frá persónulegum högum sem og einföldum staðreyndum um kunnugleg efni
- til að leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
- meta eigið vinnuframlag og framfarir í áfanganum
- þróa með sér aga, metnað, sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni og trú á eigin getu í frönskunámi
Nánari upplýsingar á námskrá.is