akademískur orðaforði, fjölbreyttir textar, fyrsti áfangi í ensku.
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Grunnskólapróf með einkunn B eða hærra
Nemendur öðlast innsýn í ýmsa ólíka menningarheima þar sem enska er töluð og efla menningarvitund sína markvisst. Nemendur læra að tjá sig um sjálfa sig og eigið umhverfi á ensku. Nemendur skoða hvað í því felst að búa á Íslandi, hvað við eigum sameiginlegt með enskumælandi þjóðum og hvað er ólíkt. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og tileinki sér árangursríka námstækni.
Undirstöðuatriði enskrar málfræði eru rifjuð upp, sérstaklega þau atriði sem reynast íslenskum nemendum erfið. Allir fjórir færniþættirnir, lestur, ritun, hlustun og tal eru þjálfaðir á kerfisbundinn hátt auk þess sem nemendum er leiðbeint í notkun orðabóka og annarra hjálpargagna.
Þekkingarviðmið
- ólíkum viðhorfum og gildum og hvernig þau móta menninguna í þeim löndum þar sem tungumálið er notað og geti tengt þau eigin samfélagi og menningu
- helstu málfræðiatriðum í enskri tungu
- orðaforða í tengslum við efni áfangans
- helstu hefðum um uppsetningu og skipulag ritaðs mál, s.s. greinamerkjasetningu
- samspili íslenskrar tungu og enskrar og einnig mikilvægi þess að geta yfirfært upplýsingar (þekkingu) á milli tungumálanna tveggja.
Leikniviðmið
- að skilja algeng orðasambönd sem eru einkennandi fyrir talað mál
- lesa fjölbreytta texta í formi bókmennta, texta almenns eðlis og aðra texta sem tengjast efni áfangans
- rita styttri og lengri texta byggða á efni áfangans
- tjá sig um valin málefni.
Hæfnisviðmið
- skilja daglegt mál, svo sem samræður og fjölmiðlaefni t.d. þáttum úr sjónvarpi og efni af netinu, hvort sem hann þekkir umræðuefnið eða ekki
- tileinka sér efni ritaðs texta og hagnýta sér það á mismunandi hátt
- nota viðeigandi orðalag í samskiptum (kurteisi)
- leysa ýmis mál sem uppkoma í samskiptum og haga orðum sínum í samræmi við aðstæður
- skrifa læsilegan texta um sérvalið efni frá eigin brjósti þar sem hugmyndaflug getur fengið að njóta sín
- hagnýta þann orðaforða sem áfanginn byggir á í ræðu og riti
- beita árangursríkri námstækni t.d. við að tileinka sér orðaforða og lesa krefjandi texta.
Nánari upplýsingar á námskrá.is