bókmenntir, lesskilningur, ritun
Einingafjöldi: 4
Þrep: 2
Forkröfur: ENSK2BB05
Í áfanganum er gert ráð fyrir því að nemendur geti unnið sjálfstætt, hvort heldur í hópum eða að einstaklingsverkefnum. Textar um almenn og sérhæfð efni eru lesnir og unnið er með ýmis ritunarverkefni þar sem áhersla er lögð á skipulega framsetningu, skiptingu í efnisgreinar og markvissa málnotkun. Einnig er unnið með valin bókmenntaverk. Nemendur nýta sér ýmis hjálpargögn, svo sem gagnasöfn á netinu. Byggt er á markvissum hlustunar- og talæfingum sem miða að því að auka samskiptafærni nemenda og auka hagnýtan orðaforði í frekara námi.
Þekkingarviðmið
- ýmsum málefnum tengdum menningu og listum uppbyggingu bókmenntatexta og hugtökum þeim tengdum
- flóknari og sértækari orðaforða sem tengist efni áfangans
- orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins
Leikniviðmið
- lesa sjálfstætt margskonar texta og beita mismunandi lestraraðferðum sem eiga við eftir því hverrar gerðar textinn er
- notfæra sér mismunandi hjálpargögn við lestur eftir því hver tilgangurinn er með lestrinum
- fylgst með og skilja megininntak orðræðu þegar fjallað er um nokkuð sérhæft efni sem hann þekkir og tengist þeim efnisflokkum sem fengist hefur verið við í áfanganum
- nota þann orðaforða sem unnið hefur verið með í efnisflokkum áfangans til að tjá eigin hugsun og skoðanir
- ná megininntaki úr ótextuðu sjónvarpsefni/myndefni/ margmiðlunarefni og útvarpsefni (t.d. fréttum og fræðsluþáttum) þar sem talað er með mismunandi hreim
Hæfnisviðmið
- skilja daglegt mál , svo sem samræður og fjölmiðlaefni, hvort sem hann þekkir umræðuefnið eða ekki
- skilja án vandkvæða megininntak erinda og rökræðna, jafnvel um tiltölulega flókið efni, ef hann þekkir vel til þess
- tileinka sér efni ritaðs texta og hagnýta á mismunandi hátt
- skrifa gagnorðan og skilmerkilegan texta og fylgja reglum um ritgerðasmíð
- geta greint frá skoðunum sínum í ræðu og riti eiga frumkvæði í samræðum og bregðast við óvæntum spurningum
- tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt og beita tungumálinu af tiltölulega mikilli nákvæmni við margskonar aðstæður
Nánari upplýsingar á námskrá.is