Félagsvísindi, bókmenntir

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: ENSK2BB05
Nemendur auka við þekkingu sína á ýmsum málefnum tengdum menningu, listum og félagsvísindum. Farið er í margvíslegt efni sem tengist þessu, svo sem texta, hlustunarefni, margmiðlunarefni og fleira. Nemendur vinna í hópum eða að einstaklingsverkefnum og nýta sér orðabækur og rafræn hjálpargögn. Í þessum áfanga verður einnig unnið með ýmis bókmenntaverk. Lesnir verða textar sem aðallega tengjast áherslum áfangans. Áhersla er lögð á sjálfstæð og öguð vinnubrögð.

Þekkingarviðmið

  • ýmsum málefnum tengdum menningu, listum og félagsvísindum
  • menningu þjóða þar sem tungumálið er talað sem og eigin menningu í alþjóðlegu samhengi
  • uppbyggingu bókmenntatexta og hugtökum þeim tengdum
  • flóknari og sértækari orðaforða sem tengist efni áfangans

Leikniviðmið

  • taka virkan virkari þátt í samskiptum og beita málfari við hæfi
  • lesa lengri bókmenntaverk
  • skrifa ritgerðir eftir frekari fyrirmælum um uppsetningu (inngangur, efnisyrðing, meginmál og lokaorð)
  • lesa texta sem byggja á sértækari orðaforða og snerta t.d. landafræði, bókmenntir, félagsvísindi o.fl.

Hæfnisviðmið

  • skilja án teljandi vandkvæða megininntak erinda og rökræðna, jafnvel um tiltölulega flókið efni ef hann þekkir vel til þess
  • lesa á milli línana og átta sig á dýpri merkingu í texta
  • tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt og beita tungumálinu af tiltölulega mikilli nákvæmni við margskonar aðstæður
  • skrifa ýmiskonar texta og fylgja þeim ritunarhefðum sem eiga við í hverju tilviki fyrir
Nánari upplýsingar á námskrá.is