Almenn félagsfræði
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: LÆSI2ME10
Áfanginn er upphafsáfangi í félagsfræði þar sem nemendur læra grunnatriði félagsfræðinnar, helstu hugtök og æfa sig í að nota þau. Fjallað verður um þróun samfélaga, félagsmótun, menningu og ólíkar gerðir samfélaga, kynhlutverk, kynhegðun og fordóma svo dæmi séu tekin. Sérstök áhersla verður lögð á að nemendur auki skilning sinn á samfélaginu með því að beita sjónarhorni félagsfræðinnar. Nemendur læra um hinn pólitíska grunn sem samfélag þeirra stendur á, m.a. eðli og virkni stofnana. Einnig læra nemendur um helstu rannsóknaraðferðir félagsfræðinnar og framkvæma litla rannsókn sem byggir annaðhvort á megindlegum eða eigindlegum aðferðum eða starfendarannsóknum.
Þekkingarviðmið
- helstu hugtökum félagsfræðinnar
- hvernig samfélagið mótar einstaklinginn þannig að hann rekist vel innan þess
- þeim grundvallarþáttum sem samfélagið stendur á og stofnanamyndun þess
- helstu rannsóknaraðferðum félagsfræðinnar
Leikniviðmið
- beita helstu hugtökum félagsfræðinnar
- greina áhrif félagsmótunar á sjálfan sig og nærumhverfi sitt
- afla sér traustrar og trúverðugra félagsfræðilegra upplýsinga
- greina að hvaða leyti kynhlutverk hafa áhrif á eigin hegðun og annarra
Hæfnisviðmið
- meta og hagnýta upplýsingar um félagsfræðitengd málefni
- beita viðurkenndri aðferðafræði félagsvísinda í einfaldri rannsókn
- tengja félagsfræðina við daglegt líf og sjá notagildi hennar
- tileinka sér víðsýni og umburðarlyndi gagnvart öðru fólki
- tileinka sér viðhorf sem einkennast af jafnréttissjónarmiðum
- taka þátt í rökræðum um félagsfræðileg málefni
Nánari upplýsingar á námskrá.is