Náms- og starfsval

Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Áfanginn snýst fyrst og fremst um að skoða nám og störf að loknum framhaldsskóla. Unnið er að því að nemendur séu vel í stakk búnir til að marka sér framtíð og bera ábyrgð á námsvali sínu að loknu stúdentsprófi. Áhersla er lögð á að nemendur séu meðvitaðir um þá mörgu námsmöguleika sem standa þeim til boða í áframhaldandi námi. Fjallað verður um helstu áhrifaþætti í náms- og starfsvali og áhersla lögð á að nemendur geri sér grein fyrir samhengi menntunar og atvinnumöguleika. Í áfanganum er einnig fjallað um ýmis hagnýt atriði er lúta að brautskráningu.

Þekkingarviðmið

  • gerð náms- og starfsferilsskráa
  • kenningu John Holland um áhugasvið
  • framboði á námi hérlendis sem erlendis og leiðum til að afla upplýsinga um nám og störf
  • ýmsum hagnýtum atriðum sem snerta nám að loknu stúdentsprófi s.s. lánamöguleika og húsnæðismál

Leikniviðmið

  • meta áhugasvið sitt og hæfni á raunhæfan máta
  • finna upplýsingar um nám og störf og átta sig á kröfum sem gerðar eru til einstaklinga í mismunandi námi og störfum
  • skoða ólík störf og starfsumhverfi sem þeim tengist

Hæfnisviðmið

  • þróa náms- og starfsferil sinn á uppbyggilegan hátt
  • velja sér áframhaldandi nám af ábyrgð út frá hæfni sinni og áhuga
  • nýta styrkleika sína sem best
Nánari upplýsingar á námskrá.is