Tungumál og miðlun

Einingafjöldi: 4
Þrep: 2
Forkröfur: MENN2LÖ04
Yfirskrift áfangans er tungumál og miðlun. Þetta er máladeildaráfangi þar sem meðal annars er fengist við tengsl íslenskrar tungu og menningar við tungumál þau sem kennd eru við skólann og menningu tengda þeim. Einnig verða skoðuð tengsl þeirra við skyld tungumál. Lögð er áhersla á að nemendur nýti sér margmiðlun og komi frá sér efni á vandaðan hátt, til dæmis á vef eða í tímariti. Nemendur skila verkefnum með fjölbreytilegu móti munnlega og skriflega.

Þekkingarviðmið

  • tungu og menningu þeirra tungumála sem kennd eru í skólanum
  • skyldleika tungumála í Evrópu, menningu þeirra landa þar sem þau eru töluð og tengsl við aðrar þjóðir
  • gömlum og nýjum leiðum við miðlun tungmálaþekkingar
  • uppsetningu og frágangi á kynningarefni
  • viðtalstækni

Leikniviðmið

  • vinna einn og í hópum
  • flytja kynningar og fyrirlestra fyrir hópa
  • flytja kynningar með margmiðlunartólum á vef
  • fjalla um tungumál og menningu í samanburði við móðurmálið
  • nýta sér margmiðlunarefni við málanám
  • taka viðtöl og ganga frá þeim sem greinum í tímariti

Hæfnisviðmið

  • sýna fram á tengsl íslenskrar tungu og menningar við skyld tungumál
  • flytja fjölbreytilegar kynningar fyrir framan hópa
  • taka góð og samfelld viðtöl
  • skila af sér vel uppsettu rituðu efni
  • gera kynningarmyndbönd og fræðsluefni fyrir vef
Nánari upplýsingar á námskrá.is