Franska 3
Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Forkröfur: FRAN1RB04 eða sambærilegur áfangi
Viðfangsefni undanfarans eru rifjuð upp og sett í nýtt samhengi. Nemendur eru þjálfaðir í lesskilningi, tali, hlustun og ritun þar sem fléttað er inn í kennsluna menningu frönskumælandi landa.
Nemendur auka orðaforða sinn og þjálfast í nýjum málfræðiatriðum með hliðsjón af færnimarkmiðum áfangans. Að mestu er lokið við að fara yfir grundvallarþætti fransks málkerfis. Sem fyrr eru nemendur hvattir til sjálfstæðra vinnubragða og að þeir nýti sér ýmis hjálpargögn, s.s. orðabækur, málfræðibækur og netið, við upplýsingaöflun. Samhliða vinnu með aðalkennslubók lesa nemendur einfalda skáldsögu.
Þekkingarviðmið
- þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná markmiðum þrepsins
- helstu grunnatriðum fransks málkerfis
- menningu, helstu samskiptavenjum og siðum þjóðanna
- einföldum samskiptum og tjáningu í mæltu og rituðu máli.
Leikniviðmið
- fylgjast með frásögnum eða samtölum um almenn efni eða sérhæfðari málefni sem hann þekkir þar sem talað er skýrt og greinilega
- fylgja söguþræði í einföldum eða einfölduðum bókmenntatextum
- geta aflað sér einfaldra, hagnýtra upplýsinga
- geta spurt og svarað spurningum um atburði í þátíð og nútíð
- skrifa frásagnir um ýmis efni
- skilja texta um almennt og sérhæfðara efni sem fjallað er um í áfanganum.
Hæfnisviðmið
- beita viðeigandi aðferðum við lestur eftir því hver tilgangurinn er hverju sinni
- afla sér ýmissa upplýsinga úr mæltu máli, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér í námi og starfi
- tileinka sér aðalatriðin í stuttum og/eða einföldum rauntextum af ýmsu tagi og geta dregið ályktanir af því sem hann les
- geta beitt mismunandi málsniðum
- miðla á einfaldan hátt efni sem hann hefur aflað sér þekkingar á
- skipuleggja nám og námsaðferðir við hæfi
- nýta þekkingu og leikni til að leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
- meta eigið vinnuframlag og framfarir í áfanganum.
Nánari upplýsingar á námskrá.is