félagssálfræði
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Íslenska á öðru þrepi, enska á öðru þrepi.
Í áfanganum verður fjallað um hvernig einstaklingar geta haft áhrif á hegðun hvers annars, tilfinningar, skoðanir og viðhorf. Hlutverk og máttur auglýsinga á einstaklinginn og samfélagið verða skoðuð. Notast verður við hugtök félagssálfræðinnar og skynfræðinnar auk hugtaka úr öðrum fræðum. Hugað verður að nýmiðlum og netheimum. Að auki verður aðferðafræði félagssálfræðinnar kynnt.
Þekkingarviðmið
- meginstraumum í kenningum félagsálfræðinnar
- mikilvægi þess að beita vísindalegum aðferðum við rannsóknir
- helstu hugtökum félagssálfræðinnar
- mikilvægi góðs siðferðis við rannsóknir
Leikniviðmið
- beita grunnhugtökum félagssálfræðinnar
- lesa og tengja rannsóknarniðurstöður og kenningar
- skoða samhengi félagssálfræðinnar við aðrar vísindagreinar
- beita rannsóknaraðferðum á ýmis rannsóknarefni
- tjá kunnáttu sína í ræðu og riti
Hæfnisviðmið
- tjá sig á gagnrýninn hátt um afmarkaða efnisþætti félagssálfræðinnar
- finna raunhæfar lausnir á mismunandi viðfangsefnum
- sækja þekkingu úr öðrum greinum til aukins skilnings á viðfangsefninu og yfirfæra þekkingu á aðrar greinar til þess að sjá fræðilegt samhengi
- geta tekið gagnrýna afstöðu til samfélagslegra álitamála er snúa að félagssálfræðinni
- sýna sjálfstæði og ábyrgð í vinnubrögðum
- geta metið eigið vinnuframlag og annarra
- afla, meta og nota heimildir á viðurkenndan hátt
- sjá félagsleg hugðarefni út frá kenningarlegum sjónarhornum félagssálfræðinnar
Nánari upplýsingar á námskrá.is