Grunnáfangi í Líffræði
Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Í áfanganum er farið yfir þá grundvallarþætti sem einkenna líf. Byrjað er á helstu efnaflokkum lífvera,
byggingu og mikilvægi lífrænna efna ásamt byggingu og starfsemi dreif- og heilkjarna frumna. Farið er í
grunnleggjandi þætti Mendelskrar erfðafræði ásamt sameindaerfðafræði. Helstu vefir og líffærakerfi
mannsins eru skoðuð með áherslu á æxlun og fósturþroska. Að lokum er þróunarkenningin tekin fyrir og
helstu fylkingar innan plöntu- og dýraríkis kynntar.
Þekkingarviðmið
- helstu flokkum lífrænna efna, gerð þeirra og mikilvægi
- byggingu og starfsemi dreifkjarna- og heilkjarna frumna
- helstu hugtökum innan Mendelskrar erfðafræði gerð og virkni kjarnsýra
- kynlausri æxlun og kynæxlun ásamt skiptingu frumna
- helstu líffærakerfum manna
- þróunarkenningu Darwins
- helstu fylkingum dýraríkis
Leikniviðmið
- þekkja muninn á ólífrænum og lífrænum efnum
- þekkja helsta mun á dreifkjarna- og heilkjarna lífverum og geta sett í samhengi við einfrumunga og fjölfrumunga
- segja til um erfðalíkur á víkjandi/ríkjandi/kyntengdum erfðum
- setja erfðaefni í samhengi við gerð próteina (afritun, umritun og þýðing)
- þekkja mun á kynlausri æxlun og kynæxlun ásamt mun á mítósu og meiósu
- þekkja líffæraskipan innan líffærakerfa mannsins
- öðlast skilning á tengslum ólíkra lífvera
- geta flokkað ýmis dýr í fylkingar og flokka og jafnvel tegundir
- framkvæma verklegar æfingar
Hæfnisviðmið
- segja til um hvort ákveðin aðferð sé vísindaleg eða ekki
- segja til um hvort efni er lífrænt eða ólífrænt
- þekkja dreifkjarna- og heilkjarna frumur af stærð og gerð t.d. á smásjársýnum
- þekkja á milli víkjandi, ríkjandi og kyntengdra erfða
- aðskilja erfðaefni úr frumum og gera sýnilegt berum augum
- skilja kosti kynæxlunar
- beita rökum þróunarkenningarinnar
- sjá þróunarleg tengsl milli lífvera innan sömu ríkja, fylkinga og flokka
- nota vísindalegar aðferðir
- skrifa skýrslur eftir verklegar æfingar
- nýta þekkingu sína í daglegu lífi
Nánari upplýsingar á námskrá.is