barnabókmenntir
Einingafjöldi: 4
Þrep: 3
Forkröfur: ÍSLE3FR05
Meginefni áfangans eru barna- og unglingabókmenntir. Nemendur velta fyrir sér læsi og mikilvægi bóklesturs í uppeldi barna og unglinga. Upphaf, saga og þróun barna- og unglingabókmennta er rakin og áhersla lögð á íslenska menningu í bland við stefnur og strauma erlendis frá. Nemendur lesa fræðigreinar um barna- og unglingabókmenntir og leggja mat á þær. Verkefnavinna nemenda er í forgrunni og skoðaðar verða kvikmyndir og leikrit.
Þekkingarviðmið
- þróunarsögu íslenskra barna- og unglingabókmennta
- eðli, uppruna og tilgang íslenskra barna- og unglingabókmennta
- uppeldislegu hlutverki barna- og unglingabókmennta
- mikilvægi læsis fyrir börn og unglinga
- sögum ætluðum mismunandi aldurshópum
- mismunandi tegundum barnabóka
- mál- og menningarheimi barna og unglinga
- ritgerðasmíð og heimildavinnu
- íslensku máli sem nýtist í ræðu og riti
Leikniviðmið
- þekkja og skilja sögu og þróun íslenskra barna- og unglingabóka
- fjalla af skilningi um afþreyingu fyrir börn og mikilvægi hennar
- þekkja einkenni góðra barnabókmennta
- leggja mat á fræðigreinar tengdar barna- og unglingabókmenntum
- nýta sér fræðileg vinnubrögð við úrvinnslu efnis
- rita heimildaverkefni
- flytja af öryggi vel upp byggða ræðu eða ítarlega kynningu
Hæfnisviðmið
- meta með gagnrýnum huga barnabækur og barnaefni af ýmsu tagi
- meta með gagnrýnum huga fræðigreinar og skrif um barna- og unglingabækur
- geta valið og þekkt góðar barna- og unglingabækur
- semja efni ætlað börnum og/eða unglingum
- beita málinu á viðeigandi hátt við mismunandi aðstæður í ræðu og riti
- skrifa skýran, vel uppbyggðan og grípandi texta
- tjá rökstudda afstöðu við ýmsar kringumstæður
Nánari upplýsingar á námskrá.is