aflfræði
Einingafjöldi: 4
Þrep: 2
Forkröfur: STÆR2RÚ06
Áfanganum er ætlað að veita gagnlegan grunn í eðlisfræði. Meginþættir efnisins eru einvíð hreyfing, aflfræði punktmassa- og varmafræði. Rauði þráðurinn í áfanganum eru hugtökin kraftur og orka. Þannig er fjallað um þyngdarkraft og þyngdarsvið við yfirborð jarðar, fjaðurkraft og núningskrafta; ennfremur um ýmis form orkunnar svo sem vélræna orku og innri orku. Fjallað er um eitt mikilvægt varðveislulögmál eðlisfræðinnar, þ.e. lögmálið um varðveislu orkunnar. Lögð er áhersla á verklegar æfingar sem tengjast efninu.
Þekkingarviðmið
- mælistærðum, einingum og óvissu
- SI-einingakerfinu, hreyfingu eftir beinni línu sambandi færslu, hraða og jafnrar hröðunar við línulega hreyfingu
- kröftum
- kraftlögmálum Newtons
- þyngd, núningi og fjaðurkrafti
- skriðorku, stöðuorku í þyngdarsviði og spennuorku
- vinnulögmálinu
- orkulögmálinu
- vinnu og orkuvarðveislu
- sambandi vinnu krafts og afls hans
- þrýstingi
Leikniviðmið
- beita mælistærðum, einingum og óvissu í eðlisfræði
- útskýra hreyfingu eftir beinni línu
- beita 2. lögmáli Newtons við lausn dæma
- beita vinnulögmálinu við lausn verkefna
- beita orkulögmálinu við lausn einfaldra verkefna
- reikna út vinnu krafts og afl
Hæfnisviðmið
- meta óvissu við mælingar og fara með óvissu við samlagningu/frádrátt og margföldun/deilingu
- setja fram niðurstöður útreikninga með óvissu og réttum fjölda markverðra stafa
- beita kraftlögmáli Newtons til að álykta um samband hröðunar hlutar og krafta sem á hann verka
- beita skipulegum aðferðum við að leysa verkefni úr þeim efnisþáttum sem teknir eru fyrir
- gera verklegar tilraunir úr efninu og skrá niðurstöður sínar skipulega og vinna úr þeim
- geta unnið af öryggi og sjálfstæði og beitt röksemdafærslu á efnisatriði tengd eðlisfræði
Nánari upplýsingar á námskrá.is