Jarðfræðigrunnur

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: LÆSI2NÁ10
Áfanganum er ætlað að veita gagnlegan grunn í jarðfræði. Meginþættir efnisins eru flekakenningin, innræn og útræn öfl. Rauði þráðurinn í áfanganum eru ferli inni í jörðinni og á yfirborði hennar. Tekin eru fyrir saga flekakenningarinnar og megin innihald, þ.e. hvernig kenningin skýrir eldvirkni, jarðskorpuhreyfingar, skjálftavirkni og jarðhita á Íslandi. Fjallað er um íslenskar og erlendar eldstöðvar, eldstöðvakerfi, goshegðun og gosefni. Uppbygging landsins vegna eldvirkni skýrð. Einnig er fjallað um veðrun og rof.

Þekkingarviðmið

  • öllum grundvallarhugtökum jarðfræðinnar sem eiga við um innræn og útræn öfl
  • tektóník svo sem flekahreyfingum og mismunandi flekamörkum
  • hvernig berg myndast og þekkja helstu bergtegundir, frumsteindir og holufyllingar
  • hvernig eldvirkni hefur byggt upp landslag og þekkja mismunandi gerðir gosa, gosefna og eldstöðva
  • jarðskjálftum, myndun og afleiðingum
  • jarðhita og nýtingu hans
  • grunnvatni
  • veðrun og rofi

Leikniviðmið

  • þekkja virk svæði út frá flekakenningunni
  • horfa í kringum sig og greina á milli mismunandi bergtegunda, holufyllinga og steinda
  • átta sig á hvar í heiminum má búast við eldvirkni og greina á milli mismunandi tegunda gosa og eldvirkra svæða
  • átta sig á hvar jarðskjálftar verða, hvernig stærð þeirra og upptök eru ákvörðuð
  • átta sig á mikilvægi grunnvatns og jarðhita

Hæfnisviðmið

  • þekkja landið og skilja hvernig það hefur myndast og mótast síðustu milljónir ára
  • átta sig á því hvað Ísland er frábær vettvangur til rannsókna á jarðfræði og jarðeðlisfræði t.d. í sambandi við jarðhita, jarðskjálfta og eldvirkni
  • geta lesið út úr myndum og loftmyndum alls kyns jarðfræði fyrirbrigði og útskýrt fyrir öðrum
  • standa fyrir framan annað fólk og útskýrt jarðfræði bæði munnlega eða með stuðningi mynda
Nánari upplýsingar á námskrá.is