almenn efnafræði 2

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: EFNA2AA05
Áfanganum er ætlað að byggja ofan á grunnþekkingu í efnafræði. Fjallað verður um efnajafnvægi og orkubreytingar efnahvarfa, jafnvægisfasta efnahvarfa og lögmál Le Chatelier's. Mjög ítarlega er farið í sýru- og basalausnir, títrun, búfferlausnir og annað sem viðkemur sýrum og bösum s.s. hvörf málma við sýrur. Haldið verður áfram með leysni salta og leysnimargfeldi (Ksp). Einnig verður farið í rafefnafræði, Galvaníhlöð og aðrar rafhlöður og áhersla lögð útreikninga sem byggist á rafeindaflutningi og staðalafoxunarspennu, hálfhvarfa, Nernst jafna og rafgreiningu. Mikil og rík áhersla er lögð á dæmareikning þar sem ofangreindir efnisþættir eru fléttaðir saman. Áhersla er lögð á framkvæmd verklegra æfinga og skýrslugerð sem tengist efninu.

Þekkingarviðmið

  • orkubreytingum í efnahvörfum, varma, fríorkubreytingu, óreiðu, stöðuorku og vermi
  • sjálfgengum efnahvörfum og ákvarðað hraða efnahvarfa
  • áhrifum virkjunarorku á sjálfgengni efnahvarfa
  • áhrifum hvata, hita, efnismagns og þrýstings á jafnvægi efnahvarfa
  • umhverfum efnahvörfum
  • útvermum og innvermum efnahvörfum
  • jafnvægislögmálinu og lögmáli Le Chateliers
  • myndun salta og ákvarðað leysnimargfeldi þeirra
  • myndun botnfalla og spáð fyrir þeim með reikningum
  • áhrifum samskonar jóna á jafnvægi fellingarhvarfa
  • sýrum og bösum og pH hugtakinu
  • sjálfsjónun vatns, sýru og basa klofningsföstum og hagnýtingu þeirra til að reikna sýrustig
  • muninum á af römmum og veikum lausnum af sýrum og bösum
  • sýru og basapörum í vatnslausnum
  • búfferlausnum og sýrustigi saltlausna
  • sýru basa títrun og litvísum
  • spennuröðinni
  • galvaníhlöðum
  • Nernst jöfnunni
  • rafgreiningu
  • tæringu og tæringarvörnum

Leikniviðmið

  • greina milli ólíkra efnafræðihugtaka
  • beita mælistærðum, einingum og markverðum tölustöfum
  • skilgreina ofangreind hugtök
  • reikna dæmi tengd ofangreindum hugtökum í efnafræði
  • nota efnafræðihugtök

Hæfnisviðmið

  • átta sig á og rökstyðja hvaða reikniaðferðir eiga við hverju sinni við útreikninga í efnafræði
  • beita skipulegum aðferðum við útreikning lausna og setja fram niðurstöður sínar með óvissu og markverðum hætti
  • hagnýta sér þekkinguna við framkvæmd verklegra æfinga í efnafræði.
  • skilja mikilvægi efnafræðinnar í raunvísindum
  • geta unnið af öryggi og sjálfstæði og beitt röksemdarfærslu á efni tengd grunnefnafræði
  • setja fram rannsóknarniðurstöður og rita skýrslur
  • stunda áframhaldandi nám í efnafræði
Nánari upplýsingar á námskrá.is