Jóga 2

Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Forkröfur: HEIL1HL02 eða HEIL1HN02
Nemendur eru verklegum jóga- og þrektímum í íþróttasal. Viðfangsefnin sem tekin eru fyrir eru annars vegar jógaæfingar og stöður, pilates kvið- og bakæfingar, teygjur og slökun og hins vegar þrektímar þar sem unnið er með þol- og styrktaræfingar þannig að nemendur fái fjölbreytta þjálfun. Áhersla er lögð á aukið flæði og fleiri jógategundir kynntar. Nemendur læra um ávinning æfinganna og efla líkamsvitund sína.

Þekkingarviðmið

  • líkama sínum og líkamsvitund
  • mikilvægi þess að styrkja sig jafnt andlega sem líkamlega
  • forvarnagildi líkamsræktar
  • mismunandi tegundum jóga

Leikniviðmið

  • setja jógaæfingar saman í ákveðið flæði
  • gera sér grein fyrir hvaða áhrif jógastöður hafa á líkamann
  • geta nýtt sér slökun í daglegu lífi
  • nýta þrek- og þolæfingar í bland við jógaæfingar til uppbyggingar líkamans

Hæfnisviðmið

  • finna út hvaða heilsurækt hentar honum
  • geta bjargað sér með einfaldar jógaæfingar og sett saman eigið jógaprógramm
  • auka núvitund sína
Nánari upplýsingar á námskrá.is