Föll og ferlar
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: STÆR2AJ05
Meginefni áfangans eru margliður, mengi og fallafræði. Helstu efnisþættir eru margliður, mengi, bil, fallahugtök, ferlateikningar, lograr, nokkur mikilvæg föll, diffrun og útgildi. Aðaláhersla áfangans verður á þjálfun í dæmareikningi en einnig verður fjallað um hagnýtingu þessara þátta í öðrum greinum, s.s. viðskiptafræði, hagfræði og félagsfræði.
Þekkingarviðmið
- stigi, stuðlum, reikniaðgerðum og núllstöðvum margliða
- mengjum og mengjaaðgerðum
- helstu fallahugtökum
- veldis-, vísis-,algildis- og margliðuföllum ásamt ræðum föllum
- logrum
- markgildum
- diffrun og diffurreglum
- formerkjamyndum og staðbundnum útgildum
- hagnýtingu diffurreiknings í öðrum greinum
- táknmáli og reglum um framsetningu efnisins
Leikniviðmið
- finna núllstöðvar margliða og þátta annars stigs margliður og einfaldar þriðja og fjórða stigs margliður
- nota mengjaaðgerðir og setja mengi fram á mismunandi hátt
- finna skilgreiningar- og myndmengi ýmissa falla
- teikna gröf fyrir jöfnur og ferla falla
- finna skurðpunkta grafa við ása hnitakerfisins sem og skurðpunkta tveggja grafa
- vinna með algildi og leysa algildisjöfnur
- nota logra og beita lograreglum
- reikna einföld markgildi
- diffra föll og einfalda afleiðurnar í vissum tilvikum
- finna útgildi falla reiknilega og myndrænt
- setja námsefnið fram skv. meginreglum stærðfræðilegrar framsetningar
Hæfnisviðmið
- skrá lausnir sínar skipulega og útskýra þær skilmerkilega í mæltu máli
- átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu
- vinna með merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu
- beita gagnrýninni hugsun og sýna áræði, frumkvæði og innsæi við lausnir
- beita skipulögðum aðferðum við að leysa verkefni og þrautir úr kunnuglegu samhengi, m.a. með því að setja upp jöfnur
- klæða verkefni í stærðfræðilegan búning, leysa það og túlka lausnina í samhengi við upphaflegt verkefni
Nánari upplýsingar á námskrá.is