Spila margskonar tónlist með öðrum strengjaleikurum
Einingafjöldi: 2
Þrep: 2
Forkröfur: Miðpróf í hljóðfæraleik eða sambærilegt nám.
Áfanginn miðar að því að nemendur læri að fylgja stjórnanda og þjálfist í samspili, inntónun og túlkun ólíkra tónlistarstíla. Nemendur auka færni sína í nótnalestri og kynnast fjölbreyttri tónlist fyrir strengjasveit. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfi sjálfstæð vinnubrögð, tileinki sér árangursríka námstækni og átti sig á sögulegu samhengi þeirra verkefna sem fengist er við með því nýta þau hjálpargögn sem aðgengileg eru á vef eða í bókum.
Þekkingarviðmið
- Tónlist fyrir strengjasveit frá ólíkum tímum og sögulegu samhengi þeirra
- Einkennum mismunandi tónlistarstíla
- Uppbyggingu strengjasveitar og hlutverki hvers hljóðfærahóps í vef tónlistarinnar
Leikniviðmið
- fylgja stjórnanda
- stilla inntónun og takt að öðrum hljóðfæraleikurum í sveitinni
- Túlka tónlistina á viðeigandi hátt eftir tónlistarstíl
Hæfnisviðmið
- leika í strengjasveit undir stjórn stjórnenda
- spila ólík strengjasveitarverk af öryggi
- geta greint helstu strengjasveitarverk og áttað sig á sögulegu samhengi þeirra.
Nánari upplýsingar á námskrá.is