þjóðhagfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Fjallað er um grunneiningar hagkerfisins og samspil þeirra í markaðsþjóðfélagi. Fjallað um helstu hagstærðir þjóðarbúsins og innbyrðis tengsl þeirra. Meginþættir í efnahagsþróun eru teknir fyrir og hagræn vandamál skoðuð með dæmum úr íslensku efnahagslífi. Kynnt er margvísleg framsetning á hagfræðilegu efni. Skortur, val, fórnarkostnaður, framleiðsla, framleiðsluþættir, eftirspurn, framboð, teygni, markaðsjafnvægi, fyrirtæki, hið opinbera, vinnumarkaður, hagkerfi, bankakerfi, ríkisbúskapur, tekjur og gjöld ríkisins. Þjóðarframleiðsla, inn- og útflutningur, verðlagsþróun, vísitölur og verðmyndun framleiðsluþátta. Hagsaga og skilgreiningar á ýmsum hugtökum varðandi hagfræðileg efni.

Þekkingarviðmið

  • meginviðfangsefnum og grundvallarspurningum hagfræðinnar
  • mismunandi hagkerfum, innviðum þeirra og hlutverkum
  • lögmálum framboðs og eftirspurnar ásamt verðmyndun á vöru- og vinnumarkaði
  • framleiðslu í hagkerfinu og hagvexti
  • helstu aðilum vinnu- og peningamarkaðar
  • umsvifum hins opinbera í efnahagslífinu og hlutverki seðlabanka
  • utanríkisviðskiptum, kenningum um hlutfallslega yfirburði og algjöra yfirburði
  • gengi gjaldmiðla og mismunandi gengisfyrirkomulag
  • verðbólgu og atvinnuleysi

Leikniviðmið

  • setja upp markaðslíkan
  • greina breytingar og reikna út markaðsjafnvægi og verðteygni
  • reikna út helstu þjóðhagsstærðir út frá gefnum forsendum
  • tengja fræðin við fréttaflutning

Hæfnisviðmið

  • greina áhrif einstakra atburða markaðsjafnvægi
  • skilgreina helstu hagstærðir
  • leggja mat á og taka þátt í daglegri efnahagsumræðu
  • afla sér frekari þekkingar um hagfræði og geti nýtt upplýsingatækni við öflun þekkingar og ganga um hagfræðileg viðfangsefni
  • lesa úr gröfum og töflum og hagnýta hagfræðilegar upplýsingar
Nánari upplýsingar á námskrá.is