grunnáfangi í næringarfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Markmið áfangans er að nemendur öðlist þekkingu á grundvallarþáttum næringarfræðinnar. Þeir verði færir um að draga sjálfstæðar ályktanir um hollustuhætti og meðvitaðir um eigin ábyrgð á góðri næringu og heilsu, ásamt því að þekkja samspil næringar og hreyfingar. Fjallað verður um næringarefni, hlutverk þeirra og eiginleika og í hvaða fæðutegundum þau finnast. Nemendum verður kennt að nota næringarefnatöflur við útreikninga á orku og orkuþörf mismunandi hópa og einstaklinga. Í áfangnum er fjallað um holdafar, hreyfingu og meltingu helstu næringarefna. Fjallað verður um máltíðaskipan, skammtastærðir, fæðuflokka, fjölbreytni og mikilvægi hvers fæðuflokks. Einnig verður fjallað vítamín, steinefni og orkuefni. Leitast verður við að tengja námsefnið áhugasviði nemenda. Að áfanga loknum á nemendum að vera ljóst hvers virði góðar neysluvenjur eru fyrir Íslendinga sem heilbrigða þjóð. Nemendur eiga að loknu námskeiðinu að vera færir um að mynda sér skoðanir á næringu og lífsstíl og hvernig nýta megi ráðleggingar landlæknis til að temja sér farsælar neysluvenjur.

Þekkingarviðmið

  • grundvallarþáttum næringarfræðinnar
  • ráðleggingum um mataræði og næringarefni fyrir mismunandi aldurshópa
  • þeim áhrifum sem mataræði hefur á líkamsstarfsemi og heilsufar fólks
  • fæðuflokkunum og mikilvægi hvers þeirra í mataræði auk mikilvægi fjölbreyttrar og góðrar samsetningar fæðunnar
  • orkuefnunum, vítamínum og steinefnum, viti meginvirkni hvers þeirra og geri sér grein fyrir hvað ráðlagður dagskammtur stendur fyrir

Leikniviðmið

  • skoða eigið mataræði á gagnrýninn hátt, meta hvað betur má fara og hvað er í góðum farvegi
  • reikna út næringargildi fæðu með reikniforritum og næringarefnatöflum
  • finna ákjósanlegar fæðutegundir til að bæta mataræði sitt

Hæfnisviðmið

  • bæta eigið mataræði og setja saman ákjósanlegt mataræði fyrir sig og aðra
  • taka þátt í gagnrýnum umræðum um ýmsar mýtur um kosti og ókosti einstakrar fæðu og mataræðis
  • tengja þekkingu sína á líkamsstarfseminni og þörfum líkamans á næringu við líðan og árangur í daglegu lífi, skóla og íþróttum
  • geta tengt þekkingu sína og leikni við daglegt líf
  • draga sjálfstæðar ályktanir um hvað sé hollt og óhollt
  • verða meðvitaðri um eigin ábyrgð á góðri næringu og heilsu
  • verði ljóst hvers virði góðar neysluvenjur eru fyrir Íslendinga sem heilbrigða þjóð
Nánari upplýsingar á námskrá.is