alheimurinn

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: EÐLI3RA05 eða EÐLI4A050
Í þessum áfanga eru tekin til skoðunar sólkerfið, sólin og stjörnur almennt, vetrarbrautir og loks heimsfræði. Lögð er áhersla á notkun stærðfræðilegra aðferða við greiningu þessara fyrirbæra.

Þekkingarviðmið

  • reikistjörnum sólkerfisins og tunglum þeirra
  • sólinni og myndun sólkerfisins
  • myndun, lífi og dauða stjarna
  • helstu gerðum stjarna, nifteindastjörnum, hvítum dvergum og svartholum
  • helstu gerðum vetrarbrauta, þróun þeirra og uppbyggingu
  • grundvallaratriðum í heimsfræði, s.s. upphafi og þróun heimsins og lýsingu hans út frá afstæðiskenningunni

Leikniviðmið

  • beita stærðfræðilegum aðferðum til þess að svara einföldum spurningum er varða efni áfangans
  • greina frá helstu efnistökum áfangans í ræðu og riti

Hæfnisviðmið

  • miðla helstu efnisatriðum áfangans
  • þekkja stað mannsins í alheiminum
  • nýta hæfni sína í áfanganum til frekara náms í raunvísindum
Nánari upplýsingar á námskrá.is