Leiklistarsaga

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Fjallað verður um leiklistarsögu í grófum dráttum frá tímum Forngrikkja til dagsins í dag. Ítarleg umfjöllun verður um vestræna leiklistarsögu 20. aldar þar sem nemendur fá kynningu á helstu leikskáldum og áhrifavöldum leiklistarsögunnar. Þróun sögunnar verður skoðuð út frá viðmiðum og gildum samfélagsins á hverjum tíma. Einnig verður fjallað um íslenska leiklistarsögu og möguleg framtíðarsaga hennar skoðuð í fyrirlestrum og umræðutímum með leikhússtjóra LA.

Þekkingarviðmið

  • helstu tímabilum leiklistarsögunnar og áhrifavöldum innan hennar
  • hvernig tíðarandi, viðmið og gildi hafa haft áhrif á þróun leiklistarinnar
  • íslenskri leiklistarsögu, þróun hennar og mótun og helstu áhrifavöldum
  • þeim grunni sem nútímaleikhús er byggt á og hvert það stefnir

Leikniviðmið

  • tjá sig um helstu tímabil leiklistarsögunnar og áhrifavalda hennar í töluðu og rituðu máli
  • greina af ígrundun áhrif viðhorfa og gilda samfélagsins á leikhús
  • afla sér heimilda um leiklist og leiklistarsögu

Hæfnisviðmið

  • tengja eigin hugmyndir um leikhús við leiklistarsöguna og geta tjáð sig um þær á ígrundaðan hátt
  • gera sér grein fyrir þróun leiklistar í gegnum árin sem og skilning á ábyrgð sinni sem listamanns á framtíðarsöguna
  • fjalla um helstu leikskáld og leikhúsfræðimenn 20. aldarinnar, íslenska sem erlenda
  • nýta sér skilning sinn í eigin vinnu og sköpun
Nánari upplýsingar á námskrá.is