Lokaverkefni

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Í áfanganum verður farið í grunnþætti verkefnastjórnunar og framleiðslu. Nemendur draga saman alla þá þekkingu, hæfni og leikni sem þeir hafa tileinkað sér í náminu og vinna eigið sviðsverk frá grunni. Verkið verður síðan sýnt í lok annar í Samkomuhúsinu á Akureyri. Áhersla verður lögð á að sýn og eldmóður nemendans fái að njóta sín í verkefninu og hann sýni fram á öguð, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð.

Þekkingarviðmið

  • verkefnastjórnun í leikhúsi
  • eigin sýn og styrkleikum í sviðslistasköpun
  • öllum þeim þáttum sem koman saman í uppsetningu sviðslista
  • verkferlum í tengslum við styrkumsóknir og lokaskýrslur

Leikniviðmið

  • vinna að eigin sviðslistasköpun
  • framkvæma og fylgja verkefni frá fyrstu hugmynd að lokasýningu
  • miðla færni sinni og kunnáttu til annarra
  • umbreyta eldmóð sínum í agaða sköpun með skýra heild

Hæfnisviðmið

  • sýna sjálfstæði, aga og frumleika í sköpun og vinnu
  • leiða hugmyndavinnu og framkvæmd sviðslistaverkefnis
  • geta tjáð sig á uppbyggilegan og skilvirkan hátt um eigin styrkleika og veikleika í sviðslistasköpun
  • setja sér markmið, gera verkáætlanir og fylgja þeim
  • tjá sig í rituðu og töluðu máli um framleiðslu og skipulag á framkvæmd sviðlist
Nánari upplýsingar á námskrá.is