Grunnþættir í leikrænni tjáningu 1
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Í áfanganum verður farið í samsköpunaraðferðir leikhússins þar sem nemendur læra að vinna í hópi að sameiginlegu markmiði. Málamiðlun og samskiptahæfni eru í fyrirrúmi, þar sem nemendur verða að komast að sameiginlegri niðurstöðu um þau skapandi verkefni sem fyrir þá eru lögð. Nemendur læra að nýta og meta eigin styrkleika og annarra, sem og hópsins sem heildar. Þekktar aðferðir og hugmyndfræði samsköpunarleikhúss verða kynntar og skoðaðar.
Þekkingarviðmið
- helstu aðferðum og hugmyndafræði í samsköpunaraðferðum leikhússins
- nýjum og ólíkum aðferðum til frumsköpunar
- samskiptahæfni og málamiðun í samvinnu
- þróun verkefnis með öðrum frá hugmynd til sýningar
Leikniviðmið
- vinna í hópi að sameiginlegu markmiði
- leggja mat á og nýta eigin styrkleika sem og annarra
- skipuleggja og framkvæma frumsköpun í sviðslistum
- skilja og greina listræna vídd sviðslistaformsins
Hæfnisviðmið
- leggja mat á hvað er persónuleg skoðun annarsvegar, hvað er faglegt mat hinsvegar, og geta greint þar á milli
- nota samsköpunaraðferðir við mótun á sviðslistum
- greina hvað hefur merkingu út frá sjónarhorni samfélagsins og hvað ekki
- nota skapandi og sjálfstæð vinnubrögð
- tjá skoðanir sínar og hugmyndir á uppbyggjandi og faglegan máta og af ígrundun
Nánari upplýsingar á námskrá.is