Ameríka nú og þá

Einingafjöldi: 3
Þrep: 3
Forkröfur: ENSK2FV05 eða ENSK3NE05
Bandaríki Norður Ameríku eru sett í brennidepil í þessum áfanga og sérstaklega reynt að brjóta niður staðalímyndir um þennan suðupott ólíkra menningarheima. Hér nýtist félagsfræðin vel enda munu nemendur sökkva sér í mannlífsrannsóknir út frá sögu lands og þjóðar, stjórnskipulagi, menningu og listum. Farið verður í nokkur þemu s.s. sögu, stjórnmál, tónlist, bókmenntir og ýmis álitamál reifuð. Lögð er áhersla á gagnrýna hugsun, gagnrýnan lestur og virka þátttöku í umræðum.. Vert er að taka fram að í þessum áfanga eru gerðar kröfur um talsverðan lestur, grúsk og þátttöku í kennslustundum.

Þekkingarviðmið

  • ólíkum viðhorfum og gildum í BNA og geti skoðað þau í ljósi þeirrar menningar og tungu sem þeir hafa alist upp við
  • helstu áföngum í sögu lands og þjóðar
  • helstu hefðum og reglum um uppsetningu skipulags á rituðu máli (greinamerkjasetningu og skiptingu í efnisgreinar)

Leikniviðmið

  • máta eigin menningu og tungu við bandaríska menningu og enska tungu
  • lesa fjölbreytta texta í formi bókmennta, texta almenns eðlis og aðra texta sem tengjast efni áfangans
  • rita styttri og lengri texta byggða á efni áfangans
  • tjá sig um valin málefni

Hæfnisviðmið

  • skilja daglegt mál en þó um sérhæfð málefni s.s. stjórnmál, sögu og málefni tengd stjórnkerfi BNA svo dæmi séu tekin
  • tileinka sér efni ritaðs texta og hagnýta sér það á mismunandi hátt
  • nota viðeigandi orðalag í samskiptum (kurteisi)
  • skrifa læsilegan texta um sérvalið efni frá eigin brjósti þar sem speglast gagnrýnin hugsun
  • hagnýta þann orðaforða sem áfanginn byggir á í ræðu og riti
  • beita árangursríkri námstækni t.d. við að lesa krefjandi texta
Nánari upplýsingar á námskrá.is