heilsulæsi

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Hefur þú áhuga á heilsu og heilbrigði og nýtur þess að lesa góða bók? Þessi áfangi hentar vel nemendum sem vilja lesa sér til ánægju og um leið efla heilsulæsi sitt. Nemendur velja sér fimm bækur af bókalista í samráði við kennara til að lesa yfir önnina og er listinn byggður upp af ýmsum fræði- og sjálfshjálparbókum þar sem kafað er í ýmislegt sem tengist heilsu og heilbrigði. Áfanginn byggist á sjálfstæðum vinnubrögðum og skipulagshæfileikum nemenda þar sem nemendur lesa bækurnar á tilteknum tíma og gera síðan kennara grein fyrir þeim í einkaviðtölum. Ekki er hefðbundin kennsla en á tveggja til þriggja vikna fresti, eða fimm sinnum á önn, þarf nemandinn að undirbúa viðtalstíma. Þar þarf hann að vera tilbúinn að greina frá efni bókanna og svara spurningum kennara um þær. Unnin eru 2 verkefni upp úr bókunum sem dreifast yfir önnina.

Þekkingarviðmið

  • helstu áhrifaþáttum heilbrigðis svo sem: næringu, hreyfingu, svefni og geðrækt
  • aðferðum til að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl
  • helstu áhættuþáttum lífsstílssjúkdóma í vestrænu samfélagi
  • heildstæðum áhrifum á heilsu og lífsstíl, samspili menningar, umhverfis og einstaklingsábyrgðar
  • greina styrkleika sína og veikleika

Leikniviðmið

  • lesa sér til gagns og gamans ýmsar gerðir ritaðs máls og fjalla um inntak þeirra
  • taka þátt í umræðum um heilsutengd málefni, færa rök fyrir máli sínu og virða skoðanir annarra
  • leita áreiðanlegra upplýsinga er varða heilsu og taka sjálfstæða afstöðu til þeirra
  • yfirfæra þekkingu sína á áhrifaþáttum heilbrigðis á umhverfi sitt og lífsstíl
  • taka upplýstar og sjálfsstæðar ákvarðanir varðandi heilsu
  • líta gagnrýnum augum á helstu stefnur og strauma í samfélaginu er varðar heilsu
  • nota heilsulæsi til að efla og viðhalda góðri andlegri og líkamlegri heilsu

Hæfnisviðmið

  • beita gagnrýninni hugsun og koma skoðunum sínum á framfæri á skýran og greinargóðan hátt
  • taka upplýstar ákvarðanir þegar kemur að heilsu og stuðla að betri lífsgæðum sínum og nær samfélagsins
  • meta sinn eigin lífsstíl og umhverfi og áhrif þeirra þátta á heilsu
  • hafa áhrif á samfélag sitt og umhverfi í átt að bættri lýðheilsu
  • lesa sér gagns og ánægju og vera í leiðinni gagnrýninn í hugsun
Nánari upplýsingar á námskrá.is