Á leið að Hraunsvatni
Á leið að Hraunsvatni

Í haust fór af stað í MA valáfangi í þriðja og fjórða bekk sem er útivist með jarðfræðiívafi. Farnar eru nokkrar mis langar ferðir yfir veturinn, flestar nú í haust og seinni hlutann tökum við í apríl og maí.

Megintilgangur ferðanna er að efla umhverfisvitund nemendanna og flétta saman vettvangsvinnu í jarðfræði, landafræði og líkamsrækt. Ætlunin er að hvetja nemendur til að skipuleggja ferðir á eigin vegum og þjálfast í að búa sig til gönguferða. Þeir eiga að fá holla hreyfingu út úr áfanganum en um leið fá yfirsýn og þekkingu á þeim jarðfræðilegu lögmálum sem hvarvetna má sjá ummerki um. Ferðirnar eru ekki farnar á skólatíma og mikilvægt að gera ráð fyrir að taka frá tíma til þess að ná að stunda vinnu í áfanganum.

Búið er að fara í stutta ferð upp í Naustaborgir, síðan var farið á Ystuvíkurfjall og upp að Hraunsvatni. Um helgina er ferðinni heitið inn í Glerárdal og gist verður í nýjum skála Ferðafélags Akureyrar í Lamba. Á laugardaginn er síðan ferðinni heitið um Finnastaðadal og komið niður að Finnastöðum í Eyjafirði.

Hér eru nokkrar myndir úr ferðunum að Hraunsvatni og á Ystuvíkurfjall.

Útivist 3

Útivist 4

Útivist 2

Útivist 1