- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Fundur ForMA10. nóvember kl 17:00
Mættir: Heimir, Ingunn Snædal, Guðrún, Þóleifur, Ingibjörg og Bryndís.
Umræður um netnotkun á vistinni. Þórleifur velti upp spurningum um mætingu nemenda sem búa á vistinni og hvernig reglur giltu um t.d. netnotkun, útivist og fleira. Einnig vær rætt um hvort brottfall þeirra nemenda væri meira. Ýmsar umræður.
Eftirfarandi svör frá Heimi Haraldssyni 11. nóvember.
Netaðgangur á heimavist
Á heimavistinni er boðið upp á þráðlaust net og fastlínutengingu en öll netumferð fer í gegnum eldvegg hjá Þekkingu og síðan út á netið.
Slökkt er á netaðgangi inn á herbergi milli kl. 01:00-06:00 allar nætur nema aðfaranótt laugardags og sunnudags en þá er opið fyrir netið (opið er fyrir netið frá kl. 06.00 að morgni föstudags til kl. 01:00 aðfaranótt mánudags).
Aðgangur að nettengingu með 80GB niðurhali á mánuði er skráður á MAC addressur tækja viðkomandi. Nettenging kostar 9000 kr. á önn.
Athugið að þegar því gagnamagni sem keypt hefur verið er náð, hægir verulega á netsambandi viðkomandi. Ef íbúi ætlar að segja upp netaðgangi þarf að segja upp skriflega og miðast uppsögnin við annarskil
Ef upp koma vandamál við tengingu á netið er hægt að skrá bilunina á eyðublöð í anddyri. Tölvumaður heimavistarinnar verður íbúum til aðstoðar.
Foreldrarölt sem fyrirhugað er 3. og 4. desember. Nokkrir forldrar haf lýst yfir áhuga að taka þátt. Ýmsar umræðum um fyrirkomulag.
Ýmsar umræður um skemmtanahald nemenda.
Fleira ekki gert og fundið slitið 17:30
Menntaskólinn á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri
Kt. 460269-5129
Skrifstofutími
Mán - fim 08:00 - 13:30
Föstud 08:00 - 13:00
Lokað í hádeginu 12:00 - 12:30
Lokað um helgar
Ritstjórn: Brynjar K. Óttarsson, Eyrún Huld Haraldsdóttir og Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir