Að loknum fyrirlestri Kristjáns
Að loknum fyrirlestri Kristjáns

Velgengnisdagar hófust í Menntaskólanum á Akureyri í dag og allt var á iði inni í skólanum og í næsta nágrenni hans. Þriðjubekkingar einbeittu sér að líffræði, bæði fyrirlestri í Kvosinni og útikennslu í Kjarnaskógi og loks kynningu á ýmsu sem nýta má úr íslenskri náttúru, til dæmis til föndurs og skreytinga.

Nemendur í öðrum bekk einbeittu sér að margs kyns efnahags- og fjármálatengdum verkefnum.

Nemendur 1. bekkjar hlýddu meðal annars á stórmerkan fyrirlestur Kristjáns Guðmundssonar frá Dalvík sem slasaðist lífshættulega fyrir tveimur árum og sagði frá því hvernig hann hefur komist úr rúmi í hjólastól, þaðan á hækjur og loks á fætur, og lagði út frá því að setja sér markmið og gefast aldrei upp. Loks tók við vinna nemenda við staðalímyndir.

Myndir af þessu eru hér í Myndasafni og auðvitað líka á Fésbókarsíðu skólans.